Fimmtudaginn 3. janúar, 2008 - Tónlist

TÓNLIST - Geisladiskur

Gleđi og glaumur

Mjöll Hólm***˝-

Á PLÖTU Mjallar Hólm, Tónleikum , má heyra upptökur frá tónleikum sem Mjöll hélt í Kaffileikhúsinu fyrir einum fimm árum.

 

Á PLÖTU Mjallar Hólm, Tónleikum, má heyra upptökur frá tónleikum sem Mjöll hélt í Kaffileikhúsinu fyrir einum fimm árum. Mjöll er ţekkt dćgurlagasöngkona og hefur heillađ landann međ söng sínum í fjölmörg ár og er flutningur hennar á „Jón er kominn heim“ löngu orđinn sígildur.

Á Tónleikum er ađ finna safn laga sem minna á „lounge“-stemningu sjöunda áratugarins. Afslappađ andrúmsloft tónleik- anna kemst vel til skila og er söngur Mjallar óborganlegur. Hún er ein ţeirra söngkvenna sem hefur tekist ađ varđveita sérstakan persónuleika sinn og kemur honum ávallt áleiđis međ söng sínum. Raggi Bjarna flytur lagiđ „Route 66“ í stórskemmtilegri sveiflu en auk ţess flytur Mjöll slagara á borđ viđ „Íslenskt ástarljóđ“, „Alfie“ og „Im In The Mood For Love“.

Gleđi og glaumur virđast fylgja Mjöll hvert sem hún fer og er ţessi plata engin undantekning ţar á. Útsetningar laganna eru skemmtilega djassađar og ţćgilegar á sama tíma og ţćr eru hressar – ég heyri ekki betur en ađ tónleikarnir sjálfir hafi tekist ágćtlega. Tónleikar ćtti ţví ađ höfđa bćđi til ađdáenda Mjallar auk allra ţeirra sem hafa ánćgju af ţeirri tónlist sem naut viđ á sjöunda áratugnum.

Helga Ţórey Jónsdóttir