Föstudaginn 15. desember, 1995 - Fólk í fréttum

Léttpoppuđ Mjöll

Geisladiskur MJÖLL

Geisladiskur Mjallar Hólm. Söngur: Mjöll Hólm. Tölvuforritun: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. Gítar: Sigurgeir Sigmundsson og Einar Einarsson í einu lagi. Hljómborđ: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. Saxófónn: Ari Daníel. Bassi: Júlíus Jónasson. Stjórn upptöku: Júlíus Jónasson. Hljóđblöndun: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. J. Jónasson gefur út. Dreifing: Skífan. Verđ 1.999 krónur.

 

Léttpoppuđ Mjöll

TÓNLIST

Geisladiskur

MJÖLL

Geisladiskur Mjallar Hólm. Söngur: Mjöll Hólm. Tölvuforritun: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. Gítar: Sigurgeir Sigmundsson og Einar Einarsson í einu lagi. Hljómborđ: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. Saxófónn: Ari Daníel. Bassi: Júlíus Jónasson. Stjórn upptöku: Júlíus Jónasson. Hljóđblöndun: Júlíus Jónasson og Ţórir Úlfarsson. J. Jónasson gefur út. Dreifing: Skífan. Verđ 1.999 krónur.

MJÖLL Hólm var á árum áđur í hópi ţekktustu söngkvenna á Íslandi og hefur alltaf haldiđ sínu striki, ţótt minna hafi boriđ á henni nú í seinni tíđ. Hún sannar ţađ hins vegar á nýrri geislaplötu sinni, ađ hún er í toppformi og satt ađ segja minnist ég ţess ekki ađ hafa heyrt hana betri en einmitt á ţessari plötu. Annađ sem kemur á óvart viđ ţessa plötu er ađ Mjöll hefur ekki falliđ í ţá freistni ađ velja á plötuna gamla "standarda" frá ţví á gullaldarárunum heldur er hún byggđ á frumsömdum lögum eftir ţá Agnar Steinarsson og Júlíus Jónasson, sem mörg hver standa vel fyrir sínu.

Tónsmíđar ţeirra Agnars og Júlíusar bera ţađ međ sér ađ ţeir hafa haft tölvuvćdd hljómborđ viđ höndina enda er undirleikur ađ miklu leyti unnin á hljóđgervla. Ţađ hefur mér alltaf ţótt veikleiki á plötum, en ţessi sleppur ţó furđu vel ţví ţeir Júlíus og Ţórir Úlfarsson, sem annast hljómborđsleik, hafa passađ sig á ađ ofhlađa lögin ekki međ strengjum og lúđrablćstri, eins og mönnum hćttir stundum til ţegar tölvugrćjur eru nćrri. Lögin eru líka mörg hver léttpoppuđ og ţví eflaust bćđi hagrćđing og sparnađur sem hlýst af ţessu fyrirkomulagi. Gott dćmi um ţetta léttpopp er Sál viđ sál, Prinsessa og Sek eđa saklaus . En Agnar og Júlíus eiga líka mildari tóna í lagasafni sínu, eins og Einhvern dag , sem er eitt besta lag plötunnar ađ mínu mati. Ţar á Sigurgeir Sigmundsson gott innlegg á gítar, sem og raunar víđar á ţessari plötu.

Mér finnst Mjöll takast best upp á rólegri nótunum og auk áđurnefnds lags ţeirra Agnars og Júlíusar eru lögin Ađeins eina nótt og Ţú lýsir mér leiđ , sem bćđi eru af erlendum uppruna, vel heppnuđ í flutningi Mjallar. Ţegar á heildina er litiđ geta ađstandendur ţessarar plötu vel viđ unađ og ekki síst Mjöll sjálf, sem sannar hér ađ hún stendur enn fyllilega fyrir sínu.

Sveinn Guđjónsson

MJÖLL Hólm: Stendur fyrir sínu.