Aftur í upphafssíðu

 


60´s vefur
Smellið á myndina

Caprí Catarína

Komið allir Caprí sveinar
komið sláið um mig hring
á meðan ég mitt kveðjukvæði
um Catarínu litlu syng
Látið hlæja og grát´af gleði
gítara og mandólín
Catarína, Catarína, Catarína stúlkan mín

Í fiskikof´á klettaeynni, Catarína litla býr
sírenur á sundi bláu
syngj´um okkar ævintýr
Á vígða skál í skuggum trjánna
skenkti hún mér sitt Caprívín
Catarína, Catarína,Catarína stúlkan mín

Með kórónu úr Capríblómum
krýndi hún mig hinn fyrsta dag
af hæsta tindi hamingjunnar
horfðum við um sólarlag
Þar dönsuðum við Tarantella
og teygðum lífsins guðavín
Catarína, Catarína,Catarína stúlkan mín

En nú verð ég að kveðja Caprí
og Catarínu litlu í dag
horfa mun ég út til eyja
einn um næsta sólarlag
Grátið með mér gullnu strengir
gítarar og mandólín
Catarína, Catarína,Catarína stúlkan mín
                      

 

 

                        

 

 

 

 

 

MUSIC.JPG

 

 

 

 

 

Mín síða

 

 

 

      Óheimilt er að nota textana nema til eigin nota. Sækja þarf um útgáfuleyfi höfundar.